Daníel, eigandi Raflagnameistarans ehf., er löggiltur rafverktaki með mikla reynslu í greininni. Hann hefur unnið að fjölbreyttum verkefnum í raflögnum fyrir bæði heimili og fyrirtæki og leggur mikla áherslu á fagmennsku, áreiðanleika og öryggi í öllu sínu starfi.
Bragi er rafvirki og hefur starfað sem slíkur í þó nokkur ár. Hann hefur viðtæka reynslu við þetta fag.
Haukur er rafvirkjanemi hjá Raflagnameistaranum ehf. sem stefnir á að klára námið í lok árs 2025. Haukur er með nokkra ára reynslu við rafvirkjun.
Daníel Aron er rafvirkjanemi hjá Raflagnameistarnum ehf. sem stefnir á að klára námið vorið 2026. Hann hefur starfað við rafvirkjun í að verða 5 ár.
Bósi er okkar mannauðsstjóri. Hann sér um að tryggja góða stemmningu á vinnustaðnum. Þó hann hafi ekki mikla reynslu af því að halda fundi eða lesa ferilskrár, þá er hann alltaf tilbúinn að veita stuðning og tryggja gott andrúmsloft á verkstað. Hér til hægri má sjá Bósa á verkstað að sinna öryggismálum.